Tuesday, October 23, 2012

Rattus Rattus!

Nú er ég að vinna í nýju Rattus Rattus skarti. Þetta er fyrsta tilraun af nýrri hugmynd. Reikna með að gera þessa félaga í nokkrum litum og útfærslum, bæði hálsmen og hringa. Hlakka svooo til að gera meira!



Saturday, October 20, 2012

Pekanpæ!


Jæja! Einhverjir furðulegir einstaklingar hafa beðið um þessa uppskrift, en nú tel ég mig vera búna að fullkomna hana! Gjössovel!

Bökuskel
  • 220 gr KALT smjör
  • 2 og hálfur bolli hveiti
  • 2 msk púðursykur
  • 1 tsk salt
  • 1/3 bolli vatn
  • 2 msk matreiðsluedik
  • 1 tsk vanilludropar

Blandið þurrefnum saman í skál og skerið KALDA smjörið í litla teninga. Blandið þurrefnum og smjöri saman í matvinnsluvél þangað til blandan er orðin frekar fíngerð og smjörið er orðið að pínulitlum kúlum(Frábær lýsing?) Blandan er næst sett í stóra skál. Edik og vanilla eru sett út í vatnið og vatninu bætt út í hveitiblönduna smátt og smátt með teskeið, á meðan hrært er til og frá með gaffli. Passa þarf að blandan verði alls ekki of blaut og reynið að eiga sem minnst við hana með höndunum. Deigið má alls ekki verða heitt eða klístrað. Þegar það er tilbúið er best að setja það í plast og inn í ísskáp í hálftíma áður en það er flatt út.

Hitið ofninn í 180°c
Fletjið deigið út þunnt og setjið í bökuformið. Hér biðja óléttar konur sína heittelskuðu um hjálp, en það getur verið svolítið erfitt að eiga við deigið. Snyrtið deigið utan af hliðunum, en hægt er að frysta afgangsdeig og nota seinna. Leggjið bökunarpappír yfir deigið og setjið eitthvað þungt í mótið, sem fyllir alveg út í það. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að deigið lyfti cher. Ég notaði pott og það var osom!. Bakið í 15-20 mín, eða þangað til það er orðið svolítið stíft og gullið að lit. Á meðan skelin er að forbakast er gott að gera fyllinguna klára.


Fylling 

  • Tæplega hálfur bolli bráðið smjör
  • Hálfur bolli púðursykur
  • 4 msk ljóst sýróp
  • 2 egg
  • 200 gr pekanhnetur (Koma yfirleitt í 200gr pokum. Mætti hafa meira, en helst ekki minna)

Bræðið smjörið og hrærið púðursykri, sýrópi og eggjum saman við. Dreifið pekanhnetum í bökuformið  og hellið púðusykursblöndunni yfir. Lækkið hitann á ofninum í 160°c og bakið í 25 mín, eða þangað til fyllingin
er orðin stíf.


Bakan er best volg og borin fram með þeyttum rjóma eða ís!





Ég gleymdi að sjálfsögðu að taka mynd af pæinu, en hérna er það upphitað daginn eftir! Svolítið brún skel, en só vott!
Þessa tók Toggi af áhættuleikaranum Loka um daginn. Hann fékk nýtt heimili í morgun og ég sakna hans strax.

Smá norðurljós - Á samt eftir að læra á nýju myndavélina :)


Sunday, October 14, 2012

Sunday, October 7, 2012